Dagurinn sorglegi




11. september 2006

Jæja kæru landsmenn, nú eru liðin nákvæmlega 5 ár frá hörmulegu atvikunum sem gerðust í stórborginni New York. Ég er viss um að langflestir viti um þá en ef ekki ætla ég að segja aðeins frá þeim.

Að morgni 11. september gerðist atburðurinn sem fæstir eiga eftir að gleyma.

19 hryðjuverkamenn tengdir al-Qaeda samtökunum rændu 4 flugvélum. Tvær af vélunum flugu á tvíburaturnanna, sú þriðja á Pentagon en farþegar og áhöfn í fjórðu vélinni náðu með mikilli seiglu að brotlenda vélinni á akri nálægt bænum Shanksville. Manntjón varð mjög mikið og dóu 2973 manns, 2602 í New York og 246 sem voru í flugvélunum.

Það er engin vafi á því að þessi hræðilegi og sorglegi atburður eigi eftir að skilja eftir sig stórt far í hjörtum allra íbúa heimsins og ég veit að allir hafa mikla samúð með aðstandendum fórnarlambanna. Núna er til dæmis farið að sýna í kvikmyndahúsum tvær bíómyndir sem tengjast þessum atburðum en önnur myndin er um vélarnar sem flugu á tvíburaturnanna en hin um 4. vélina sem brotlenti á akrinum. Mig langar sjálfum ofboðslega til að sjá þær og hvet ég alla til þess að skella sér í bíó.

Já, mikill sorgardagur, 11. september en ég var að rekast á undarlegar tilviljanir og langar mig að deila þeim með ykkur:

1.  New York City = 11 bókstafir

2.  Afghanistan = 11 bókstafir

3.  Ramsin Yuseb (hryðjuverkamaðurinn sem ætlaði að ráðast á Tvíburaturnana árið 1993) = 11        bókstafir

4. George W. Bush = 11 bókstafir


Þetta gæti hafa verið hrein tilviljun en hvað með þetta?



1. New York er 11. ríkið í BNA

2. Flug nr.11 hafði 92 farþega innanborðs ( 9 + 2 = 11 )

3. Flug nr.77 sem einnig flaug á turnana hafði 65 farþega ( 6 + 5 = 11 )

4. Hörmungarnar gerðust þann 11. september sem er 9/11 ( 9 + 1 + 1 = 11)

5. Dagsetningin er sama númer og neyðarnúmer BNA 911 ( 9 + 1 + 1 = 11 )


Varla enn tilviljun...?



1. 11. september er 254. dagur ársins ( 2 + 5 + 4 = 11 )

2. Hryðjuverkaárásirnar í Madrid voru gerðar 3.11.2004 ( 3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

3. Hörmungarnar í Madrid voru gerðar 911 dögum eftir 11. september.


Þetta er vægast sagt frekar óhugnalegt, en svona til að fá hárin rísa aðeins ætla ég að sýna ykkur mjög svo spúkí tilviljun í word.


1. Skrifaðu með hástöfum (stórum stöfum) Q33 NY, en það er flugnúmerið á fyrri flugvélinni  sem var stýrt á Tvíburaturnana

2. Svertu Q33 NY

3. Breyttu í leturstærð 48. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS1...

...og þá kemur það.


En jæja, sorglegi septemberdagurinn er senn á enda, og þá kveð ég í bili.

Ciao.

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband